Getum við borið ESB saman við eitthvað annað kerfi í sögunni?
Spyrjandi
Sigurlaug G. Jóhannsdóttir
Svar
Óhætt er að fullyrða að Evrópusambandið er einstætt ríkjasamband og að því leyti er það tæplega sambærilegt við nokkuð annað sögulegt fyrirbæri eða „kerfi í sögunni“. Það sem einkennir sambandið er annars vegar að það er samband fullvalda þjóðríkja, sem halda fast í táknræn gildi þjóðríkisins – það er þau rækta tilfinningu þegnanna fyrir sérstöðu þjóðanna gagnvart þegnum annarra þátttökuríkja sambandsins. Evrópusambandið er að þessu leyti mjög ólíkt Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA), því að þótt einstök fylki BNA hafi vald yfir ýmsum þáttum ríkisvaldsins þá líta Bandaríkjamenn á sig sem eina þjóð og miðstjórnin í Washington talar fyrir hönd þeirra allra á alþjóðlegum vettvangi. Hins vegar er samstarf ESB-ríkjanna mun nánara og margþættara en gerist í nokkrum öðrum klúbbi sjálfstæðra ríkja fyrr eða síðar. Slík félög eru yfirleitt stofnuð annaðhvort til að leysa tiltekin afmörkuð vandamál (svo sem hernaðarbandalög á borð við NATO), eða þau starfa sem umræðuvettvangur þátttökuríkjanna án miðstýringar eða yfirþjóðlegs boðvalds – þar má nefna Norðurlandaráð og Sameinuðu þjóðirnar.- disputeabout.eu: Enlargement of the EU - yes or no? (Sótt 19.10.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur19.10.2012
Efnisorð
ESB ríkjasamband kerfi fullveldi þjóðríki Bandaríkin sambandsríki ríkisvald hernaðarbandalög NATO miðstýring yfirþjóðlegt boðvald Norðurlandasamstarf Sameinuðu þjóðirnar Sovétríkin Þýskaland nasismans hugmyndafræði stjórnarskrá samningar
Tilvísun
Guðmundur Hálfdanarson. „Getum við borið ESB saman við eitthvað annað kerfi í sögunni?“. Evrópuvefurinn 19.10.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62430. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Guðmundur Hálfdanarsonprófessor í sagnfræði við HÍ
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Er hugmyndafræði ESB byggð á sósíalisma?
- Hvaða hugmyndir hafa menn haft um Evrópuhugsjónina og Evrópusamruna frá síðari heimsstyrjöld og til okkar daga?
- Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn
- Er Evrópusambandið ríkjasamband, stofnun eða eitthvað annað, hvað?
- Til hvaða aðgerða hefur Evrópusambandið gripið vegna yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu?