Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að opinbert mál - 100 svör fundust
Niðurstöður

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Hvað vilja unglingar vita um ESB?

Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninga...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar A]

Í ágúst 2011 eru blikur á lofti varðandi framtíð Evrópusambandsins. Undanfarnir mánuðir hafa verið sambandinu mjög erfiðir. Tveir samstarfsþættir sem vega þungt við mat á framtíðinni eru í uppnámi: myntsamstarfið um evruna annars vegar og frjáls för um Evrópu og þá einkum Schengensamstarfið hins vegar. Sé tekið...

Eru vísitölutengd skuldabréf ekki afleiður og falla þar með undir lög um verðbréfaviðskipti?

Vísitölutenging skuldabréfa breytir þeim ekki í afleiður. Skuldabréf er ein tegund verðbréfa, og verðbréf og afleiður eru ólíkar tegundir fjármálagerninga. Lög um verðbréfaviðskipti ná ekki yfir lán sem veitt eru með þeim hætti að viðskiptavinur gefur út skuldabréf þar sem hann skuldbindur sig til að endurgreiða l...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?

Samningskaflinn um frjálsa vöruflutninga fellur að öllu leyti undir EES-samninginn. Ísland hefur því innleitt nær alla löggjöf kaflans og ekki að ætla að aðild mundu fylgja teljandi breytingar á þessu sviði. Í samningsafstöðunni samþykkir Ísland regluverk kaflans en fer jafnframt fram á tvær sérlausnir. Sú fyrri s...

Í hvaða málaflokkum skerti Lissabon-sáttmálinn neitunarvald aðildarríkja ESB?

Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...

Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?

Fyrir lögmann, sem er menntaður á Íslandi, eru tvær leiðir til að veita lögmannsþjónustu í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Annars vegar getur hann veitt lögmannsþjónustu í öðru aðildarríki (gistiríki) undir starfsheiti heimalands síns og hins vegar getur hann fengið leyfi til að nota lögmannstit...

Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?

Hinn 15. desember 2011 höfðaði eftirlitsstofnun EFTA mál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Dómkröfur eftirlitsstofnunarinnar lúta að því að EFTA-dómstóllinn lýsi því yfir að aðgerðir og aðgerðaleysi íslenska ríkisins vegna svokallaðra Icesave-reikninga í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hafi falið í ...

Hafa oft verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í tengslum við Evrópusambandið?

Allt í allt er Evrópuvefnum kunnugt um að 44 ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur hafi farið fram í samtals 24 löndum, aðildarríkjum ESB og öðrum Evrópuríkjum. Flestar ESB-tengdar þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Írlandi, 9 talsins, og í Danmörku, 7 talsins. Í átta aðildarríkjum hafa aldrei verið haldnar ...

Hvernig mun verð á nýjum bílum breytast ef Ísland verður hluti af Evrópusambandinu?

Ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu mun verð á bílum líklega hækka um nálægt 5% að meðaltali. Stórir bílar, jeppar og pallbílar, sem notið hafa vinsælda á Íslandi, eru einkum fluttir inn frá Asíu og Bandaríkjunum og mundu því bera 10% toll eftir aðild. Flestir litlir bílar eru hins vegar fluttir inn frá aði...

Hvað felst í því að fara með formennsku í ráðinu?

Aðildarríki Evrópusambandsins skiptast á að fara með formennsku í ráðinu í sex mánuði í senn. Samkvæmt ákvæði 16(9) sáttmálans um Evrópusambandið, í samræmi við 236. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins, fara fulltrúar aðildarríkjanna í ráðinu með formennsku í samsetningum ráðsins til skiptis, að undans...

Er það rétt að Evrópusambandið standi í vegi fyrir 20% endurgreiðslu fyrir kvikmyndaframleiðslu?

Í stuttu máli er svarið nei. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna kvikmynda- og sjónvarpsþáttaframleiðslu er vinsæl aðferð úti í heimi til að laða að erlenda framleiðendur, meðal annars í ríkjum Evrópusambandsins. Endurgreiðslur sem þessar eru ríkisaðstoð. Almennt séð er ríkisaðstoð talin geta raskað samkeppni á mar...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar B]

Það er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér framtíð Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi þarf að leita aftur til þeirra hugmynda sem leiddu til samstarfsins og þess jarðvegs sem það spratt upp úr. Í öðru lagi má líta á samstarf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins sem viðbragð við eða ...

Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?

Reglur Evrópusambandsins um öryggi leikfanga eiga að tryggja öryggi og heilsu neytenda. Oftast eru það börn sem leika sér með leikföng og þau þurfa sérstaka vernd. Ekki er þó víst að öryggi sé betur tryggt með sameiginlegri evrópskri löggjöf en með reglum á forræði hvers aðildarríkis um sig. Megintilgangurinn með ...

Leita aftur: