Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að samningahópur um landbúnaðarmál - 659 svör fundust
Niðurstöður

Hver voru algengustu leitarorðin á Evrópuvefnum árið 2012?

Þátttaka í vefmælingu Modernusar veitir aðgang að ýmsum fróðlegum upplýsingum um notendur Evrópuvefsins. Þar má til að mynda sjá hvaða svör eru vinsælust meðal notenda, í hvaða löndum þeir sitja við tölvurnar sínar, af hvaða öðrum vefsíðum þeir vöfruðu inn á Evrópuvefinn og að hverju þeir voru að leita í leitarvél...

Hvar finn ég íslenska þýðingu á helstu hugtökum ESB?

Þýðingar á hugtökum tengdum Evrópusambandinu er einna helst að finna á heimasíðu Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Þá var orðasafninu Alþjóðastjórnmál og stjórnmálafræði nýverið bætt við orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Heildarútgáfa orðasafnsins verður gerð aðgengileg á pdf-formi í október 2011. Þessu til...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun? - Myndband

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar, það er: Afnámi þeirra tolla sem ekki voru afnumdir með EES-samningnum sem og tolla af vörum upprunnum utan Evrópusambandsins sem hafa verið tollafgreiddar inn í sambandið, og upptöku sameiginl...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu? - Myndband

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi yfirhöfuð inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er sérstaklega bágborin, þrátt fyrir að hafa fullgilt...

Hverjir eiga Seðlabanka Evrópu? - Myndband

Seðlabanki Evrópu er hlutafélag og eru seðlabankar aðildarríkja ESB, fyrir hönd ríkja sinna, eigendur alls hlutafjár bankans. Evruríkin sautján eru eigendur 70% af heildarhlutafénu en aðildarríkin tíu sem ekki hafa tekið upp evru eiga 30% hlut í bankanum. Hlutur aðildarríkjanna í heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu á...

Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru? - Myndband

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa skuldbundið sig til að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og mundi Ísland þurfa að gera það einnig ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að gengissamstarfi Evrópu en tveggja ára þátttaka í ...

Evrópski fjármálastöðugleikasjóðurinn

Evrópski fjármálastöðugleikasjóðurinn (e. European financial stability facility, EFSF) var stofnaður á grundvelli ákvörðunar Efnahags- og fjármálaráðs Evrópusambandsins (e. Ecofin Council) þann 9. maí 2010. Sjóðnum var komið á fót tímabundið en í október 2010 var ákveðið að stofna varanlegan björgunarsjóð undir na...

Byggðaþróunarsjóður Evrópu

Byggðaþróunarsjóður Evrópu (e. European Regional Development Fund, ERDF) er stærstur uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins. Honum var komið á fót árið 1975 samfara inngöngu fátækari landa í ESB, eins og Írlands, Spánar, Portúgals og Grikklands. Byggðaþróunarsjóður fjárfestir í smærri og meðalstórum fyrirtækjum með þ...

Eystrasaltsráðið

Eystrasaltsráðið (e. Council of the Baltic Sea States, CBSS) er samstarfsvettvangur ríkja sem eiga strönd að Eystrasalti, það er Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rússlands, Þýskalands og Póllands. Ísland, Noregur og Evrópusambandið eiga þó einnig aðild að ráðinu. Ráðið heldur árlega...

Fyrir hvað stendur OECD og hver er tilgangur stofnunarinnar? - Myndband

OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin. Upphaf stofnunarinnar má rekja allt aftur til 1948 en þá undir nafninu OEEC, Organisation for European Economic Co-operation, eða Efnahagsstofnun Evrópu. Upphaflegt markmið stofnunarinnar var að úthluta...

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins

Starfsmannadómstóll Evrópusambandsins (e. Civil Service Tribunal) leysir ágreininga milli starfsmanna og stofnana eða deilda Evrópusambandsins. Dómstólnum var komið á fót árið 2005 og hefur hann aðsetur í Lúxemborg. Dómstólinn skipa sjö dómarar sem tilnefndir eru af ráðinu. Hver dómari gegnir embættinu í sex á...

Þjóðabandalagið

Þjóðabandalagið (e. the League of Nations, LN), forveri Sameinuðu þjóðanna, var stofnað árið 1919 á grundvelli Versalasamningsins sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. Því var formlega komið á fót 10. janúar 1920 og hafði það aðsetur í Genf í Sviss. Þjóðabandalagið var fyrsta alþjóðastofnunin sem hafði það markm...

Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?

Frá 1952 voru sex þjóðríki í bandalögunum sem leiddu síðar til Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópusambandsins: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, en Bretland, Danmörk og Írland bættust í hópinn árið 1973, Grikkland árið 1981, og Spánn og Portúgal árið 1986. Síðan Evrópusambandið (ESB...

Hver eru opinber tungumál Evrópusambandsins?

Í Evrópusambandinu eru þjóðtungur allra aðildarríkjanna 28, samtals 24 tungumál, skilgreindar sem opinber tungumál sambandsins. Þetta á að tryggja jafnræði íbúa aðildarríkjanna óháð því hvert móðurmál þeirra er. Í daglegum störfum innan stofnana og meðal starfsfólks sambandsins er að mestu stuðst við ensku og frön...

Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?

Í þeim löndum sem tekið hafa upp evruna (€) eru allir evrupeningar gjaldgengir, bæði seðlar og mynt. Myntirnar eru mismunandi eftir því í hvaða landi þeim er dreift í upphafi, en þær gilda engu að síður í öllum evrulöndum. *** Evruseðlarnir eru allir eins og eru til seðlar með verðgildi frá 5 evrum upp í 50...

Leita aftur: