Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands - 276 svör fundust
Niðurstöður

Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?

Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða...

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrönn Ólína Jörundsdóttir rannsakað?

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Ge...

Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?

Til þessa hefur ekkert umsóknarríki formlega slitið aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að hið eiginlega aðildarferli hófst. Öllum aðildarviðræðum hefur verið lokið með undirritun aðildarsamnings, burt séð frá því hvort ríkin hafi síðan ákveðið að gerast aðili að sambandinu eða ekki. Nokkur dæmi eru þó um að...

Er mikið vesen að komast í ESB?

Þessi spurning barst Evrópuvefnum frá nemanda í Háskóla unga fólksins sem skildi ekki allt þetta umstang í kringum Evrópusambandið. Það er einfalt að svara spurningunni. Það er alveg heilmikið vesen að komast í Evrópusambandið! Áður en ríki getur gerst aðili að ESB þarf að fara í gegnum ferli sem getur tekið r...

Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?

Stutta svarið er já. Aðilum að EES-samningnum er heimilt að mismuna námsmönnum eftir ríkisfangi, hafi þeir gert það fyrir gildistöku samningsins einnig. Um þetta var samið í sérstakri bókun við EES-samninginn. Aðildarríki Evrópusambandsins mega á hinn bóginn ekki innheimta hærri skólagjöld af ríkisborgurum annarra...

Hvernig samrýmist stefna Íslands og ESB í málefnum norðurslóða?

Á síðustu árum hafa norðurskautsríkin átta, Bandaríkin, Danmörk (vegna Grænlands), Finnland, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð og Rússland öll mótað sér stefnu um málefni norðurslóða. Mikilvægi svæðisins á heimsvísu hefur farið ört vaxandi á síðustu árum og því eru það ekki aðeins norðurskautsríkin sem hafa sýnt þv...

Hvert verður hlutverk Seðlabanka Íslands ef við göngum í ESB og tökum upp evru? - Myndband

Ef Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og tæki upp evru í kjölfarið mundi Seðlabanki Íslands ekki lengur reka sjálfstæða peningastefnu. Hlutverk seðlabankans yrði að fara með framkvæmd sameiginlegrar peningamálastefnu evrusvæðisins, eftir þeim reglum og ákvörðunum sem teknar eru á vettvangi Seðlabanka Evrópu....

Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?

Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa t...

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Þurfum við að hætta að veiða hvali ef við göngum í ESB?

Hvalveiðar heyra undir umhverfismál hjá Evrópusambandinu og eru bannaðar samkvæmt svonefndri vistgerðartilskipun. Hið sama gildir um viðskipti með hvalaafurðir innan sambandsins. Nær öll aðildarríkin eru hlynnt banninu og ekkert þeirra stundar hvalveiðar. Það væri því ólíklegt að Ísland fengi undaþágu frá því bann...

Hvert er atvinnuleysið á Íslandi í samanburði við ESB-ríkin?

Atvinnuleysi á Íslandi var skráð 4,5% af Vinnumálastofnun á þriðja ársfjórðungi 2013 en 5,4% samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hér á landi hefur minnkað um 2,5-4 prósentustig frá því að það var mest fljótlega eftir efnahagshrun árið 2008. Til samanburðar mældist atvinnuleysi í Evrópusam...

Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin?

Heimsálfurnar eru sjö talsins samkvæmt þekkingu nútímans: Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Nöfnin Afríka, Asía og Evrópa eru forn og uppruni þeirra ekki fullljós. Hin nöfnin eru nýrri og eiga sér nokkuð skýran uppruna. *** Hér er einnig að finna svar við spu...

Hvað er Tobin-skattur? Yrði hann skaðlegur fyrir heimsbyggðina?

Þetta svar birtist á Vísindavefnum árið 2002 og var birt 17. ágúst 2011 á Evrópuvefnum í tilefni af því að Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa sett fram hugmyndir um að innleiða Tobin-skatt á fjármálagjörninga og nota tekjurnar til að styrkja fjármálakerfi Evrópusambandsins...

Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?

Ofangreind spurning virðist byggð á þeirri forsendu að erlendum aðilum í skilningi laga um gjaldeyrismál sé bannað að kaupa hlutabréf í íslenskum félögum eins og Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Sú forsenda er ekki fyllilega rétt. Erlendir aðilar mega kaupa hlutabréf í íslenskum félögum samkvæmt heimild í 13. gr. m...

Leita aftur: