Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að NATO-ríkin - 202 svör fundust
Niðurstöður

Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?

Þegar fólksfjöldi er metinn er litið til náttúrulegrar fjölgunar (e. natural growth) og fólksflutninga á milli ríkja. Náttúruleg fjölgun er munurinn á fjölda fæðinga og fjölda andláta innan ríkja. Íbúaþéttleiki er yfirleitt mældur sem hlutfall milli fjölda einstaklinga og ákveðinnar svæðiseiningar og yfirleitt set...

Verður einokun fárra fyrirtækja á fiskimiðum ekki aflétt með inngöngu í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að þau sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem nú fá úthlutað mestum árlegum aflaheimildum fengju minna fyrir sinn snúð komi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er vegna þess að ákvarðanir um hlutdeild innlendra útgerða í árlegum landskvóta Íslands yrðu áfram í höndum íslensk...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?

Samningskaflinn um orkumál heyrir að hluta til undir EES-samninginn. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans en sækist jafnframt eftir fimm undanþágum frá löggjöf ESB. Í fyrsta lagi óskar Ísland þess að vera undanskilið skyldum sambandsins um viðhald á lágmarksbirgðum af olíu. Í öðru lagi sækist...

Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?

Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland y...

Er spilling landlæg í Brussel?

Ekki er hægt að gefa neitt einhlítt svar við því hvort spilling sé landlæg í Brussel. Spilling er hvarvetna til og á sér stað á landsvísu í Belgíu sem og í helstu stofnunum Evrópusambandsins, sem staðsettar eru í höfuðborg hennar. Niðurstöður kannana á viðhorfum almennings í Evrópu leiða í ljós að meirihluti svare...

Norðurskautsráðið

Norðurskautsráðið (e. Arctic Council) er samstarfsvettvangur þeirra ríkja sem liggja að Norðurheimskautssvæðinu (norðurslóðum) og var stofnað árið 1996 með Ottawa-yfirlýsingunni. Samstarfið snýr að umhverfismálum, einkum loftslagsbreytingum, álitamálum varðandi nýtingu auðlinda og landakröfum á norðurslóðum. A...

Sjávarútvegssjóður Evrópu

Sjávarútvegssjóður Evrópu (e. European Fisheries Fund, EFF) hóf starfsemi árið 2007. Samið var um stofnun hans við endurskoðun sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins árið 2002 en sjóðurinn tók við af svonefndri fjármögnunarleið við þróun í sjávarútvegi (e. Financial Instrument for Fisheries Guidance, ...

Hvaða viðskiptasamningar okkar falla niður við aðild að ESB? Hvaða samningar ESB kæmu í staðinn? Hver yrðu heildaráhrifin?

Ef Ísland gengi í ESB þyrfti að segja upp stofnsáttmála EFTA (sjá svar við spurningunni Hver er munurinn á EFTA og ESB?) og fríverslunarsamningum sem Ísland er aðili að sem EFTA-ríki. Sömuleiðis þyrfti að segja upp tvíhliða fríverslunarsamningum og gera breytingar á öðrum gildandi viðskiptasamningum svo að þeir s...

Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?

Í þessu svari er annars vegar tæpt á þeim réttindum sem Íslendingar mundu verða af og hins vegar um það sem mætti kalla ávinning af uppsögn EES-samningsins. Miðað er við að samningurinn félli úr gildi og enginn annar samningur kæmi í staðinn fyrir hann, en deila má um hve raunverulegur sá möguleiki er. *** ...

Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...

Hvernig vitum við að ESB mundi ekki bara ráðast á auðlindir okkar ef við göngum í ESB?

Evrópusambandið og aðildarríkin fara sameiginlega með valdheimildir í orkumálum, sbr. 4. grein sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE), en valdmörkin eru nánar skilgreind í 194. grein SSE. Þar er kveðið á um að Evrópuþingið og ráðið skuli ákveða nauðsynlegar ráðstafanir til að ná markmiðum orkustefnu sam...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Eru til fordæmi fyrir því að aðildarríki ESB hafi fengið varanlegar undanþágur frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans?

Þónokkrar undanþágur voru veittar frá ákvæðum Lissabon-sáttmálans sem var undirritaður 13. desember 2007 og gekk í gildi 1. desember 2009. Þar er um að ræða undanþágur frá ákvæðum sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (Charter of Fundamental Rights), ákvæðum á sviði skattastefnu, og loks málefna er var...

Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?

Hugmyndin um sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum tveimur árum. Hún er rædd sem hugsanleg lausn við ríkisfjármálakreppunni á evrusvæðinu. Hugmyndin er þó mjög umdeild og sem stendur er í fyrsta lagi óljóst hvort hún verði að veruleika og í öðru lagi hvernig fyrirkom...

Hvað mundi breytast við aðild að Evrópusambandinu varðandi póstverslun?

Helstu breytingarnar sem aðild að Evrópusambandinu hefði í för með sér varðandi póstverslun lúta að tollum annars vegar og fyrirkomulagi virðisaukaskattsinnheimtu hins vegar. – Núverandi umhverfi póstverslunar á Íslandi býður upp á ýmsa möguleika til einföldunar óháð aðild að ESB og hefur Alþingi nýverið ákveðið a...

Leita aftur: