Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?
Spyrjandi
Marteinn Unnar Heiðarsson
Svar
Evrópusambandið hefur fullar valdheimildir á sviði sameiginlegrar viðskiptastefnu sambandsins. Stofnanir sambandsins fara því alfarið með framkvæmd viðskiptastefnunnar og sjá um viðskiptasamninga við ríki eða ríkjahópa utan ESB. Með aðild að ESB fengi Ísland aðild að þessum stofnunum og því mætti segja að Ísland yrði þá hluti af „aðlinum“, eins og spyrjandi kýs að orða það, þótt deila megi um hver áhrif Íslands yrðu innan ESB. Ef til aðildar að Evrópusambandinu kæmi þyrfti Ísland að segja upp öllum gildandi fríverslunarsamningum og fengi þess í stað aðild að fríverslunarsamninganeti ESB.- Utanríkisráðuneytið: Undirbúningur rýnifunda, utanríkistengsl - sameiginleg viðskiptastefna ESB. (Skoðað 29.08.2013).
- Björn Friðfinnsson: Reglur EES um vöruviðskipti - fyrsti hluti. (Skoðað 29.08.2013).
- Utanríkisráðuneytið: 24. kafli skýrslu um Ísland og ESB. (Skoðað 29.08.2013).
- Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar um fríverslunarsamninga. 2010. (Skoðað 29.08.2013).
- EU-South Korea summit - novinite.com. (Sótt 29.08.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 6.9.2013
Flokkun:
Efnisorð
Evrópusambandið ESB fríverslun fríverslunarsamningur sameiginlega viðskiptastefna Evrópusambandsins fríverslunarviðræður þriðju ríki ríkjahópar samningsgerð fríverslunarnet valdheimildir ráðið framkvæmdastjórn ESB Evrópuþingið
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Ef við værum í ESB væri það þá ekki aðallinn í Brussel sem færi með alla samninga fyrir okkar hönd?“. Evrópuvefurinn 6.9.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=65781. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Snúast fríverslunarsamningar um algjörlega frjáls viðskipti án tolla og hafta? Er EES-samningurinn fríverslunarsamningur?
- Af hverju sækir Ísland ekki um aðild að NAFTA í staðinn fyrir ESB?
- Hvað er Hoyvíkursamningurinn og á hvaða hátt er hann frábrugðinn öðrum fríverslunarsamningum Íslands?
- Af hverju gerði Ísland fríverslunarsamning við Kína og um hvað snýst samningurinn?
- Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Hver er staða smáríkja innan ESB?