Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að NATO-ríkin - 202 svör fundust
Niðurstöður

Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Jón Sigurðsson og aðrir forystumenn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á nítjándu öld vildu að þjóðin fengi að ráða málum sínum sjálf – yrði fullvalda ‒ þegar hún yrði fær um það. Smám saman unnust áfangasigrar, oftar en ekki í tengslum við þróun mála annars staðar í heiminum. Þannig hlaut Ísland fullveldi ári...

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

Hvað er Borgarafrumkvæði Evrópu (ECI) og hvaða breytingar mun það hafa í för með sér?

Með Lissabon-sáttmálanum tóku gildi ákvæði um svonefnt Borgarafrumkvæði Evrópu (European Citizen Initiative; ECI). Samkvæmt þeim getur ein milljón ríkisborgara ESB frá í það minnsta sjö aðildarríkjum sambandsins óskað eftir því við framkvæmdastjórn þess að hún leggi fram, innan ramma valdheimilda sinna, hvers kona...

Er hugmyndafræði ESB byggð á sósíalisma?

Ef hægt er að tala um sérstaka hugmyndafræði Evrópusambandsins þá er hún varla byggð á einni tiltekinni stjórnmálastefnu því að helstu áhrifavaldar hennar eru ríkisstjórnir sem skipaðar eru flokkum með mismunandi hugmyndafræði. Ekki má heldur gleyma sérstökum hagsmunum aðildarríkja sem þau beita sér fyrir óháð rík...

Hvert er hlutfall kvendómara við Mannréttindadómstól Evrópu?

Fjörutíu og sjö dómarar sitja við Mannréttindadómstól Evrópu þar sem sérhvert aðildarríki Evrópuráðsins skipar eina dómarastöðu við dómstólinn. Aðildarríkin tilnefna þrjá frambjóðendur í sitt sæti og þurfa að uppfylla þá kröfu að dómaraefnin séu af báðum kynjum. Kosning dómara fer fram á þingi Evrópuráðsins þar se...

Hvaða land eða lönd eiga Suðurskautslandið?

Suðurskautslandið er í raun heimsálfa án eiganda því það tilheyrir engu ríki. Það þýðir þó ekki að enginn vilji eiga það. Sjö þjóðir hafa gert tilkall til yfirráða yfir ákveðnum landsvæðum Suðurskautslandsins, það eru Argentína, Ástralía, Bretland, Síle, Frakkland, Nýja-Sjáland og Noregur. Sjö ríki hafa gert t...

Hafa þrjú voldugustu ríki Evrópusambandsins farið með friði síðan um aldamótin 1900?

Margir hafa velt fyrir sér spurningum af þessum toga vegna þeirrar ákvörðunar norsku Nóbelsnefndarinnar að veita Evrópusambandinu friðarverðlaun ársins 2012. Vísað er í tilkynningu nefndarinnar í svarinu. Þar kemur fram til dæmis að árið 1945 höfðu Þýskaland og Frakkland háð þrjár styrjaldir á 70 árum, og má bæta ...

Valdheimildir

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa veitt sambandinu valdheimildir á tilteknum sviðum til að ná sameiginlegum markmiðum. Í þessum tilgangi hafa ríkin framselt stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Valdmörk sambandsins ráðast af meginreglunni um veittar valdheimildir. Samkvæmt henni skal sambandið aðeins aðha...

Mundi aðild Íslands að NAFTA ekki fela í sér framsal á fullveldi rétt eins og aðild að Evrópusambandinu?

Nei. NAFTA er ekki yfirþjóðleg samtök eins og Evrópusambandið heldur einungis hefðbundinn milliríkjasamningur um fríverslun. Aðild að NAFTA felur því ekki í sér fullveldisframsal til yfirþjóðlegra stofnana. *** NAFTA stendur fyrir North-American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. N...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Ge...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Í hvaða ESB-löndum er vændi leyfilegt og hefur ESB markað sér einhverja stefnu í vændismálum?

Vændi er leyfilegt í flestum aðildarríkjum Evrópusambandsins í einhverri mynd. Reglur um vændið eru þó mjög mismunandi milli ríkja og hefur Evrópusambandið ekki gefið út samræmda stefnu um vændismál innan sambandsins. Öðru máli gegnir um þvingað vændi, svo sem mansal og barnavændi, en Evrópusambandið hefur með ýms...

Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?

Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...

Leita aftur: