Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að óháð - 50 svör fundust
Niðurstöður

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á stöðu innflytjenda?

Aðildarríki Evrópusambandsins hafa alla tíð verið treg til að afsala sér valdi á sviði innflytjendamála og hefur reglusetning sambandsins á því sviði þar af leiðandi verið brotakennd. Sumar reglur ESB er varða innflytjendur eru til þess fallnar að koma í veg fyrir fólksflutninga til landa ESB en í öðrum tilvikum h...

Við höfum sótt um aðstoð við umsóknarríki, þurfum við þá ekki að fullnægja skilyrðum um aðlögun að regluverki ESB? Hvernig yrði það gert?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (Instrument for Pre-Accession Assistance). Stuðningur stendur til boða bæði þeim ríkjum sem hafa formlega fengið stöðu umsóknarríkis og eins þeim sem eru skilgreind sem möguleg umsóknarríki (e. potential can...

Hver er byggðastefna Evrópusambandsins?

Tilgangur byggðastefnu (e. Regional Policy) Evrópusambandsins, öðru nafni samheldnistefnu (e. Cohesion Policy), er að draga úr hinum mikla efnahagslega og félagslega mun milli svæða sambandsins með því að bæta hag þeirra svæða sem verst eru sett, eins og kveðið er á um í 174. grein sáttmálans um starfshætti ESB. H...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Hvaða borgaralegu réttindi eru í húfi vegna hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Hér fyrir neðan er seinni hluti svarsins við spurningunni Getur verið að umræðan um ESB hafi það markmið að ræna Íslendinga borgaralegum réttindum og gera þá að þegnum í hinu nýja heimsveldi? Við mælum með því að lesendur lesi fyrri hlutann fyrst. *** Stundum er sagt að ESB sé ekki lýðræðislegt samband heldu...

Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna?

Maastricht-skilyrðin fyrir upptöku evru eru fimm talsins. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands frá árinu 2011 uppfyllir Ísland aðeins eitt af Maastricht-skilyrðunum en það er skilyrðið um langtímavexti. Áætlanir gera ráð fyrir því að á allra næstu árum muni Ísland einnig uppfylla skilyrðin um verðstöðugleika og afkom...

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

Mætti ekki lengur bjóða upp á sértilboð fyrir Íslendinga í Bláa lónið ef Ísland gengi í ESB?

Það veltur á eignarhaldi íslenskra fyrirtækja eins og Bláa lónsins hvort þau séu bundin af banni EES-samningsins við mismunun á grundvelli ríkisfangs. Niðurstaðan um slíkt bann, af eða á, myndi gilda áfram eftir að Ísland yrði aðili að ESB. - Mismunun á grundvelli ríkisfangs innan ESB eða EES er bönnuð bæði samkvæ...

Hvort er Ísland í aðlögunar- eða viðræðuferli við ESB?

Evrópusambandið getur farið fram á að umsóknarríki komi til móts við ákveðin viðmið (e. benchmarks) áður en viðræður um tiltekinn samningskafla hefjast eða þeim lýkur. Í því getur falist aðlögun að regluverki sambandsins. Of snemmt er að segja til um hvort sambandið muni krefja Ísland um aðlögun að regluverki ESB ...

Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sambandinu stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-accession Assistance eða fjármögnunarleið við foraðildarstuðning). IPA-áætluninni var komið á fót til að styðja við umsóknarríki bæði í formi fjárhagsstuðnings og í gegnum tvíhliða sam...

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Um Evrópuvefinn

Evrópuvefurinn Dunhaga 5 107 Reykjavík Netfang: evropuvefur[hjá]hi.is Sími: 525 4765 Ritstjóri: Þórhildur Hagalín, Evrópufræðingur (thorhh[hjá]hi.is). Framkvæmdastjóri: Jón Gunnar Þorsteins...

Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?

Hugmyndin um sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hefur verið mikið í umræðunni á síðastliðnum tveimur árum. Hún er rædd sem hugsanleg lausn við ríkisfjármálakreppunni á evrusvæðinu. Hugmyndin er þó mjög umdeild og sem stendur er í fyrsta lagi óljóst hvort hún verði að veruleika og í öðru lagi hvernig fyrirkom...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: