Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að forseti Seðlabanka Evrópu - 376 svör fundust
Niðurstöður

Hversu sjálfstæð þjóð eru Íslendingar ef litið er til sjálfstæðisbaráttu, inngöngu í EES og hugsanlegrar inngöngu í ESB?

Jón Sigurðsson og aðrir forystumenn í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á nítjándu öld vildu að þjóðin fengi að ráða málum sínum sjálf – yrði fullvalda ‒ þegar hún yrði fær um það. Smám saman unnust áfangasigrar, oftar en ekki í tengslum við þróun mála annars staðar í heiminum. Þannig hlaut Ísland fullveldi ári...

Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?

Þetta er að hluta til rétt. Hinn sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusambandsins verður að heita „euro“ í opinberum skjölum sambandsins á öllum tungumálum aðildarríkjanna. Í öðrum skjölum, svo sem landslögum aðildarríkjanna, er ríkjunum heimilt að nota annan rithátt, í samræmi við málfræðireglur og hefðir viðkomandi tu...

Hvað er undanskilið í EES-samningnum?

Þegar spurt er hvað sé undanskilið í EES-samningnum er átt við hvaða sameiginlegu stefnur og málaflokkar sem aðildarríki Evrópusambandsins vinna saman að, á grundvelli ESB-sáttmálanna, falli utan gildissviðs samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið fengu EFTA/EES-...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Hver er stefna ESB í umhverfismálum?

Stefna Evrópusambandsins í umhverfismálum miðar að því að vernda umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnan byggir á fyrirbyggjandi aðgerðum gegn umhverfisspjöllum og styðst við mengunarbótaregluna sem segir að sá sem er ábyrgur fyrir mengun og umhverfisspjöllum skuli greiða kostnaðinn. Löggjöf ESB á sviði u...

Hvað er átt við með heimskautalandbúnaði í umræðunni um ESB?

Orðin heimskautalandbúnaður eða norðurslóðalandbúnaður vísa til þeirrar sérlausnar sem Finnland og Svíþjóð sömdu um í viðræðum sínum við ESB árið 1994. Sérlausnin felst í því að Finnum og Svíum er heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, það er norðan við 62. breiddargráðu, sem nemur 35% ...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í janúar 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Hvað er iðnaðarsalt og má nota það í matvæli á Íslandi eða í öðrum Evrópulöndum? Ég sat í veiðikofa um daginn eftir rólegan rjúpnadag og þá var fullyrt að við inngöngu í ESB mundu veiðar á rjúpu og svartfugl...

Samheldnisjóður

Samheldnisjóðurinn (e. Cohesion Fund) var stofnaður árið 1994 í þeim tilgangi að hjálpa efnahagslega vanþróuðum aðildarríkjum, upphaflega Spáni, Grikklandi, Portúgal og Írlandi, að uppfylla Maastricht-skilyrðin og fá aðild að myntbandalaginu. Sjóðurinn er einn af uppbyggingarsjóðunum, ásamt Félagsmálasjóði Evrópu ...

Hvaða lög og reglur gilda um vændi í ríkjum Evrópusambandsins?

Í ríkjum Evrópusambandsins gilda ólíkar reglur um vændi enda hefur Evrópusambandið ekki markað sér samræmda stefnu í vændismálum nema hvað varðar þvingað vændi, svo sem mansal. Slíkt er ólöglegt í öllum ríkjum ESB. Aðildarríkjunum er í sjálfsvald sett hvernig þau haga löggjöf sinni um vændi. Sum hafa það að markmi...

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

Þyrftum við að keyra allt rusl frá Hornafirði til Reykjavíkur og urða það þar ef við göngum í ESB?

Á grundvelli EES-samstarfsins innleiðir Ísland alla löggjöf á sviði umhverfismála sem falla innan sviðs þess. Það á einnig við um úrgangsmál sem lúta algerlega regluverki ESB. Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mundi það eitt ekki leiða til breytinga á reglum um sorpvinnslu á Íslandi þar sem reglurnar eru nú þegar ...

Hvaða lönd tilheyra Bretlandi?

Í ensk-íslenskri orðabók er orðið Britain (eða Great Britain) þýtt sem Bretland eða Stóra-Bretland. Þar er átt við eyjuna Bretland sem er stærsta eyjan í Bretlandseyjaklasanum og í raun stærsta eyja Evrópu. Þegar orðið Bretland er notað í þessari merkingu er svarið við spurningunni að eyjan Bretland skiptist í þr...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál?

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Getum við borið ESB saman við eitthvað annað kerfi í sögunni?

Óhætt er að fullyrða að Evrópusambandið er einstætt ríkjasamband og að því leyti er það tæplega sambærilegt við nokkuð annað sögulegt fyrirbæri eða „kerfi í sögunni“. Það sem einkennir sambandið er annars vegar að það er samband fullvalda þjóðríkja, sem halda fast í táknræn gildi þjóðríkisins – það er þau rækta ti...

Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB?

Í þjóðarétti er gengið út frá þeirri frumforsendu að öll sjálfstæð ríki séu fullvalda. Þau hafi þannig ótakmarkað þjóðréttarhæfi, geti orðið aðilar að hvers kyns réttindum og skyldum að þjóðarétti og þiggi ekki tilkall sitt til þeirrar stöðu frá öðrum þjóðréttaraðilum (það er öðrum ríkjum eða alþjóðastofnunum). Ge...

Leita aftur: