Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins - 678 svör fundust
Niðurstöður

Af hverju er Ísland í NATO?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 og var Ísland eitt af stofnríkjum þess. Aðild Íslands að bandalaginu má einkum rekja til hernaðarlegs mikilvægis Íslands en landfræðileg lega þess var talin mundu henta vel til árása á Bandaríkin eða Sovétríkin ef til átaka kæmi milli þessara stórvelda. Þá ...

Efnahagslegur samruni

(economic integration) er ferli til vaxandi samstarfs milli þjóðríkja í viðskiptum og efnahagsmálum. Þetta ferli er misjafnlega langt á veg komið í hinum ýmsu samtökum, meðal annars eftir því hvað þjóðríkin sem taka þátt í samrunanum kjósa að bindast nánum böndum. Markmiðið með efnahagslegum samruna er ætíð að auk...

Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?

Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...

Hvert er hlutfall bandarískra matvara á íslenskum neytendamarkaði?

Í greinargerð um tollabandalag ESB, sem unnin var af samningahópi ríkisstjórnar Íslands um fjárhagsmálefni í aðildarviðræðunum við ESB, kemur fram að ólíkt flestum öðrum Evrópuþjóðum flytja Íslendingar inn nokkuð mikið af matvöru frá Bandaríkjunum. Hlutfall innfluttra mat- og drykkjarvara frá Bandaríkjunum er þó e...

Hver er launamunur kynjanna í Sviss?

Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...

Hvert er hlutfall kvendómara við Mannréttindadómstól Evrópu?

Fjörutíu og sjö dómarar sitja við Mannréttindadómstól Evrópu þar sem sérhvert aðildarríki Evrópuráðsins skipar eina dómarastöðu við dómstólinn. Aðildarríkin tilnefna þrjá frambjóðendur í sitt sæti og þurfa að uppfylla þá kröfu að dómaraefnin séu af báðum kynjum. Kosning dómara fer fram á þingi Evrópuráðsins þar se...

Af hverju gerir Ísland ekki fríverslunarsamning við Bandaríkin? - Myndband

Tvær ástæður eru fyrir því að Ísland hefur ekki gert fríverslunarsamning við Bandaríkin. Í fyrsta lagi gera skýrar kröfur Bandaríkjamanna um niðurfellingu tolla af landbúnaðarafurðum, það að verkum að erfitt yrði að ná samningum sem samræmdust stefnu íslenskra stjórnvalda í landbúnaðarmálum. Í öðru lagi hafa Banda...

Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?

Já, það er hægt og hefur verið gert fyrir önnur lönd. Í mjög stuttu og almennu máli sýndu þær rannsóknir að evran sjálf virtist hafa takmörkuð eða hverfandi áhrif á hagvöxt. Það virðist sem megináhrifin séu í því falin að vera hluti sameiginlega markaðarins. *** Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þes...

Hvort landið er líklegra til að fara í greiðsluþrot, Ísland eða Grikkland? - Myndband

Þegar rætt er um greiðsluþrot lands er jafnan átt við það þegar skuldir ríkissjóðs viðkomandi lands fást ekki greiddar að fullu. Mörgum er enn í fersku minni þegar ríkisstjórn Argentínu lýsti því yfir í desember 2001 að hún gæti ekki staðið við lánaskuldbindingar ríkisins og leiddi þetta til stærsta greiðsluþrots ...

Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið? - Myndband

Aðild Spánar að Evrópusambandinu er ekki talin helsta orsök mikils atvinnuleysis í landinu, enda hefur lengi verið við djúpstæðan kerfisvanda að etja á spænskum vinnumarkaði. Þótt hagfræðingar séu almennt sammála um að atvinnuleysið væri eitthvað minna ef Spánn hefði yfir að ráða eigin gjaldmiðli er erfitt að segj...

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkja ESB

Nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna (fr. Comité des représentants permanents, COREPER) gegnir því hlutverki að undirbúa fundi ráðherraráðsins. Öll mál sem koma fyrir nefndina eru rædd og skjöl yfirfarin áður en þau fara fyrir ráðherraráðið. Nefnd fastafulltrúanna skiptist í tvær aðskildar nefndir sem hvor um sig h...

Hvað gerði andspyrnuhreyfingin í seinni heimsstyrjöldinni?

Í andspyrnuhreyfingunni í Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni voru margir og margvíslegir hópar sem beittu mismunandi aðferðum í baráttu sinni gegn nasistum, þýsku hernámi og hernaði, og kynþáttaofsóknum, eftir því við átti á hverjum stað. Hóparnir stunduðu njósnir og skæruhernað, dreifðu upplýsingum og áróðri, hjál...

Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?

Í janúar árið 1999 hófst þriðji og síðasti áfangi efnahags- og myntbandalagsins með formlegum hætti. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran (€), var þá tekinn upp sem opinber gjaldmiðill í þeim ríkjum ESB sem uppfylltu svonefnd Maastricht-skilyrði. Leiðin sem farin var við upptöku evrunnar, Madríd-leiðin, dregur nafn si...

Hvaða áhrif mundi innganga í Evrópusambandið hafa á menntamál? - Myndband

ESB hefur ekki sameiginlega menntastefnu en samstarf aðildarríkjanna á sviði menntamála byggist á sameiginlegum verkefnum á grundvelli Menntaáætlunar ESB. Ísland tekur þátt í þessu samstarfi á grundvelli EES-samningsins og hafa þúsundir Íslendinga tekið þátt í verkefnum styrktum af Menntaáætluninni. Ef til aðildar...

Evrópska stöðugleikakerfið

Evrópska stöðugleikakerfið (e. European Stability Mechanism, ESM) er varanlegur sjóður evruríkjanna. Hlutverks hans er að að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð. Evruríkin 17 eru öll aðilar að sjóðnum. Hlutur evruríkjanna í ESM-sjóðnum er reiknaður út frá mannfjöl...

Leita aftur: