Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?
Spyrjandi
Jón Hjörvar
Svar
Icesave-deilan er á milli Íslands og Bretlands annars vegar og Íslands og Hollands hins vegar. Í þröngum skilningi snýst Icesave-deilan um þá kröfu Breta og Hollendinga að íslenska ríkið beri ábyrgð á innlánum sem voru á Icesave-reikningum Landsbankans í útibúum bankans í Bretlandi og Hollandi þegar íslenska ríkið tók yfir rekstur bankans. Bretland og Holland telja að Íslandi beri lagaskylda til að greiða kröfuna (að lágmarki 20.000 evrum) á grundvelli réttarheimilda EES-réttar (tilskipun um innlánstryggingakerfi (nr. 94/19/EB) og meginreglunni um bann við mismunun). Íslensk stjórnvöld telja aftur á móti að þau séu ekki skuldbundin, hvorki samkvæmt íslenskum lögum né á grundvelli alþjóðlegra skuldbindinga, til þess að bera ábyrgð á umræddum innlánum. Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið þá afstöðu að Ísland hafi brotið gegn skyldum sínum samkvæmt EES-samningnum og því höfðað samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum.- Í fyrsta lagi snýst Icesave-deilan að stórum hluta um túlkun á reglum Evrópusambandsins. Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa hagsmuni af því að ekki ríki óvissa um lagalega stöðu innstæðueigenda og að regluverkið og fjármálamarkaðir njóti trausts. Að auki hefur sambandið almenna hagsmuni af því að tryggja virkni og trúverðugleika réttarreglna sambandsins.
- Í öðru lagi eru Bretland og Holland aðildarríki Evrópusambandsins, sem kemur fram sem fulltrúi sameiginlegra hagsmuna aðildarríkjanna. Reyndar er ekki ólíklegt að sú afstaða stofnana ESB að Icesave-deilan sé tvíhliða mótist af því að Bretland og Holland hafi talið að hagsmunum sínum væri betur borgið með þeim hætti, það er að þau væru betur í stakk búin til að beita Ísland þrýstingi án aðkomu sameiginlegra stofnana EES-samningsins, sem hafa meðal annars það hlutverk að leysa úr deilum milli EFTA/EES-ríkja og ESB.
- Í þriðja lagi er Ísland tengt Evrópusambandinu í gegnum EES-saminginn, sem er mikilvægur viðskiptasamningur fyrir báða aðila. Ísland og önnur EFTA-ríkin hafa enn fremur sterk menningarleg tengsl við aðildarríki ESB. Í tilviki Íslands eru þar að auki augljóslega til staðar sterk tengsl við þann hluta Norðurlandanna sem er innan sambandsins. Evrópusambandið hefur því áhuga á að koma í veg fyrir deilur við EFTA-ríkin, ekki síst til að forða því að slík deila hafi áhrif á viðskipti og samstarf við þau ríki.
- Frásögn af fundi fjármálaráðherra ESB og EFTA ríkjanna, ECOFIN, 4. nóvember 2008. (Skoðað 29.8.2012).
- Fyrri mynd: Nieuwww.nl >> Verdubbeling van conversie op de Webwinkel Vakdagen. (Sótt 30.8.2012).
- Seinni mynd: Tim Ward valinn málflytjandi í Icesave-málinu | Fréttir og fréttatilkynningar frá utanríkisráðuneytinu | Útgáfa | Utanríkisráðuneyti. (Sótt 24.8.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur30.8.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB Icesave dómsmál innlán innlánstryggingakerfi bann við mismunun EES-samningurinn EFTA meðalganga fjármálamarkaðir traust réttarreglur þrýstingur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn framkvæmdastjórnin ráðið Evrópuþingið fjármálakreppa
Tilvísun
Þorbjörn Björnsson. „Tengist Icesave ESB á einhvern hátt?“. Evrópuvefurinn 30.8.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62762. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorbjörn Björnssonlögfræðingur
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða afleiðingar getur það haft fyrir Ísland ef við töpum Icesave-málinu?
- Af hverju vill framkvæmdastjórn ESB gerast aðili að málarekstri eftirlitsstofnunar EFTA gegn Íslandi?
- Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?
- Hvaða mál um brot íslenskra stjórnvalda á ríkisaðstoðarreglum EES eru nú til skoðunar hjá eftirlitsstofnun EFTA?
Með öðrum orðum er svarið: "JÁ"