Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Í janúar árið 1999 hófst þriðji og síðasti áfangi efnahags- og myntbandalagsins með formlegum hætti. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran (€), var þá tekinn upp sem opinber gjaldmiðill í þeim ríkjum ESB sem uppfylltu svonefnd Maastricht-skilyrði. Leiðin sem farin var við upptöku evrunnar, Madríd-leiðin, dregur nafn sitt af fundi ráðs ESB sem átti sér stað í Madríd í maí 1995 þar sem ákveðið var að þriðji áfangi efnahags- og myntbandalagsins mundi hefjast fjórum árum síðar. Madríd-leiðin fól í sér þriggja ára aðlögunartímabil við innleiðingu sameiginlega gjaldmiðilsins:- 31. desember 1998 var gengi gjaldmiðla þátttökuríkjanna endanlega fest við sameiginlegu myntina.
- 1. janúar 1999 varð evran opinber gjaldmiðill í þátttökulöndunum en fyrst um sinn var hún aðeins notuð sem bókhaldsmynt. Innlendir gjaldmiðlar urðu undireiningar (e. sub-unit) evrunnar og voru áfram í umferð og tvöföld verðlagning hófst. Stjórnvöld, fjármálastofnanir og fyrirtæki byrjuðu að stunda rekstur í evrum, til að mynda í heildsöluviðskiptum og skuldabréfaútgáfu.
- 1. janúar 2002 hófst dreifing evruseðla og -myntar og evran varð lögeyrir í evruríkjunum. Í fyrstu voru bæði evran og innlendir gjaldmiðlar í umferð en smám saman var dregið úr tvöfaldri umferð gjaldeyris og 1. mars 2002 (fyrr í sumum evruríkjum) var einungis tekið á móti evrum í almennum viðskiptum á evrusvæðinu.
- Scenarios for adopting the euro - European Commission. (Skoðað 24.7.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur27.7.2012
Flokkun:
Efnisorð
evra efnahags- og myntbandalagið Madríd ráðið Maastricht-skilyrðin gengi gjaldmiðlar lögeyrir seðlar mynt
Tilvísun
Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?“. Evrópuvefurinn 27.7.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=62974. (Skoðað 23.11.2024).
Höfundur
Brynhildur Ingimarsdóttiralþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?
- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Er rétt að evran verði að heita „euro“ í öllum aðildarríkjum ESB?
- Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? Líka smápeningana?
- Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?
- Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?