Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?
Spyrjandi
Ritstjórn
Svar
Svarið við því um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið er að finna í opinberum samningsafstöðum aðalsamninganefndar í samningsköflunum 33. Til grundvallar viðræðunum liggja réttarreglur Evrópusambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarríki að innleiða þær í heild sinni. Það sem þarf að semja um sérstaklega eru hvers konar óskir umsóknarríkis um undanþágur, sérlausnir eða tímabil til aðlögunar. Ef umsóknarríki á hinn bóginn samþykkir reglur sambandsins eins og þær eru og skuldbindur sig til að innleiða þær í sín landslög er ljóst að ekkert þarf að semja um. Á Evrópuvefnum verður á næstunni fjallað um samningsmarkmið Íslands í þeim köflum þar sem opinber afstaða Íslands hefur verið birt. Umfjöllunin þjónar ekki síst þeim tilgangi að auðvelda lesendum að fá yfirsýn yfir það sem raunverulega er tekist á um í aðildarviðræðunum en samningsmarkmiðin munu jafnframt verða mikilvægur mælikvarði á árangur viðræðnanna þegar niðurstaða þeirra liggur fyrir.- Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?
- Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?
- Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu?
- Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
- Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um orkumál?
- Mynd: Samninganefndin | Vidraedur.is. (Sótt 18.01.2013).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur18.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
aðildarviðræður samningaviðræður viðræður aðildarsamningur undanþágur sérlausnir aðlögun samningsafstaða samningsmarkmið umsóknarríki rýnivinna acquis communautaire réttarreglur
Tilvísun
Þórhildur Hagalín. „Um hvað er samið í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið?“. Evrópuvefurinn 18.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=64175. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Þórhildur HagalínEvrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hverjir ákveða samningsmarkmið Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið?
- Eru einhver tímamörk á aðildarviðræðunum eða geta þær verið "endalausar"?
- Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?
- Var Ísland að undirgangast einhverjar lagalegar skyldur með því að sækja um aðild að ESB?
- Verður leyfilegt að flytja inn hross frá öðrum löndum ef við göngum í ESB?
- Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?