Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að regluverk - 49 svör fundust
Niðurstöður

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um frjálsa vöruflutninga?

Samningskaflinn um frjálsa vöruflutninga fellur að öllu leyti undir EES-samninginn. Ísland hefur því innleitt nær alla löggjöf kaflans og ekki að ætla að aðild mundu fylgja teljandi breytingar á þessu sviði. Í samningsafstöðunni samþykkir Ísland regluverk kaflans en fer jafnframt fram á tvær sérlausnir. Sú fyrri s...

Hvað er átt við með svissnesku leiðinni í samskiptum ríkja við ESB?

Þegar talað er um svissnesku leiðina eða svissnesku lausnina í samskiptum ríkja við Evrópusambandið er verið að vísa til tvíhliða samninga Sviss við ESB um aðgang að innri markaði sambandsins. Fullveldissjónarmið réðu því að Sviss kaus á sínum tíma að taka ekki þátt í EES-samstarfinu og leita heldur eftir tvíhliða...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Hvernig breytist aðgangur að vinnumarkaði og skólum ef Ísland gengur í Evrópusambandið?

Afar litlar breytingar yrðu á aðgangi Íslendinga að vinnumarkaði ríkja Evrópusambandsins ef Ísland gengi í sambandið. Ísland hefur fullgilt EES-samninginn og er því aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Reglur um vinnumarkað falla að miklu leyti undir EES-samninginn og Ísland hefur því tekið nánast allt regluverk sam...

Er rétt að ekki sé leyfilegt að vera á stærri dekkjum en 35" í ESB?

Það er fátt sem bendir til þess að stórir hjólbarðar, sem ætlaðir eru til aksturs utan vega eða í einhvers konar torfæru, verði bannaðir ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kemur. Tvær ástæður eru fyrir þessu. Sú fyrri er að engar sameiginlegar reglur virðast gilda um stærðartakmarkanir á hjólbörðum innan s...

Doha-samningalotan

Doha-samningalotan svonefnda eru samningaviðræður sem aðildarríki Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar hafa staðið í með hléum síðastliðin tólf ár. Markmið viðræðnanna er að minnka viðskiptahömlur milli ríkja í alþjóðaviðskiptum og þá einkum á þeim sviðum fríverslunar sem gæti gagnast fátækum ríkjum hvað mest, líkt og í...

Er ríkisaðstoð til skógræktar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu styrki frá aðildarríkjunum sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inn...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?

Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...

Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja þess með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip r...

Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi?

Undanþágur og sérlausnir eru ekki lagaleg hugtök í sjálfu sér og á þeim er enginn sérstakur munur í lagalegum skilningi. Í reynd má segja að sérlausnir séu ein tegund undanþága. *** Til grundvallar viðræðum um aðild að Evrópusambandinu liggja réttarreglur sambandsins (fr. acquis communautaire). Meginreglan e...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Hver er samningsafstaða Íslands í kaflanum um fjármálaþjónustu?

Samningskaflinn um fjármálaþjónustu heyrir að öllu leyti undir EES-samninginn og Ísland innleiðir því lög og reglugerðir kaflans með reglubundnum hætti. Í samningsafstöðu sinni samþykkir Ísland regluverk kaflans og segist búa yfir fullnægjandi stofnanakerfi til framkvæmdar hans en fer fram á eina aðlögun. Nánar ti...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: