Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að hið opinbera - 101 svör fundust
Niðurstöður

Gætum við tekið upp dönsku krónuna í staðinn fyrir evruna?

Já, Ísland gæti tekið upp dönsku krónuna í stað evru. Tenging við eða upptaka dönsku krónunnar yrði þó að vera einhliða af hálfu Íslands, án sérstaks samráðs við dönsk stjórnvöld, sökum þátttöku Danmerkur í evrópska gengissamstarfinu. Þetta er vegna þess að Evrópusambandið leggst gegn því að utanaðkomandi ríki tak...

Mun Ísland þurfa að borga til baka IPA-styrkina eftir að hafa gert hlé á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst hafa umsóknarríki aldrei þurft að endurgreiða svonefnda IPA-styrki og hið sama gildir um kostnað Evrópusambandsins af aðildarviðræðunum sjálfum. Nú þegar íslensk stjórnvöld hafa formlega gert hlé á aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið ríkir óvissa um stöðu áætlaðra v...

Innri markaðurinn

Innri markaður (e. internal market, single market) Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins (EES) grundvallast á reglunum um fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms), sem er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, launþega, þjónustu og fjármagns. Stofnun innri markaðarins átti sér l...

Er ríkisaðstoð til sjávarútvegs leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja þess með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni innan innri markaðar ESB. Ákveðnar undanþágur eru veittar ef inngrip r...

Í hvaða samningsköflum fer Ísland hvorki fram á aðlögun, undanþágur né sérlausnir?

Í fjórtán samningsköflum, sem taldir eru upp hér að neðan, er opinber samningsafstaða Íslands sú að regluverk Evrópusambandsins er samþykkt án óska um undanþágur, sérlausnir eða aðlögun. *** Löggjöf Evrópusambandsins skiptist í 35 kafla og er samið um 33 þeirra meðan á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamba...

Er rétt að til sé ESB-reglugerð um hve bognir bananar og gúrkur eigi að vera?

Stutta svarið við spurningunni er að viðmið ESB um hve bognar gúrkur megi vera eru ekki lengur til og sambærileg viðmið um banana hafa aldrei verið til. - Árið 2009 var felld úr gildi reglugerð Evrópusambandsins um sértæka gæðastaðla fyrir gúrkur. Á meðal þess sem hún kvað á um var hversu bognar gúrkur mættu vera ...

Hver er launamunur kynjanna í Sviss?

Nýjustu tölur Hagstofu Sviss sem birtar voru í lok árs 2012 sýna að launamunur kynjanna í Sviss mældist 18,4% að meðaltali árið 2010. Þrátt fyrir að reglan um sömu laun fyrir sömu störf hafi verið stjórnarskrárbundin í Sviss síðan árið 1981 og jafnréttislög í gildi frá 1996 minnkar launamunur kynjanna einungis lít...

Hafa heildaralþjóðaviðskipti einstakra landa aukist eða minnkað við inngöngu í ESB?

Almennt virðist reyndin vera sú að heildaralþjóðaviðskipti aðildarríkja Evrópusambandsins hafi aukist við inngöngu í sambandið. Sú var raunin í tilviki fjölmargra Mið- og Austur-Evrópulanda sem gengu í sambandið árið 2004. Hið sama má segja um mörg önnur aðildarríki, ef ekki öll. *** Það er merkilegt að áhr...

Hvaða afleiðingar yrðu af því að draga umsóknina að ESB til baka, þurfum við þá að borga ESB útlagðan kostnað?

Evrópusambandið kemur ekki beint að kostnaði Íslands við umsóknarferlið sjálft. Sambandið veitir umsóknarríkjum þó stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-Accession Assistance). Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna e...

Hafa einhver ríki afturkallað umsókn að ESB áður en aðildarferlinu lýkur?

Til þessa hefur ekkert umsóknarríki formlega slitið aðildarviðræðum við Evrópusambandið eftir að hið eiginlega aðildarferli hófst. Öllum aðildarviðræðum hefur verið lokið með undirritun aðildarsamnings, burt séð frá því hvort ríkin hafi síðan ákveðið að gerast aðili að sambandinu eða ekki. Nokkur dæmi eru þó um að...

Hver er stefna ESB varðandi ríkisstyrki til einkafyrirtækja?

Reglugerðir Evrópusambandsins banna alla ríkisstyrki sem geta haft áhrif á viðskipti milli aðildarríkja með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveðnar undanþágur eru þó veittar ef inngrip ríkisins er...

Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki, það er að segja styrki frá aðildarríkjunum sjálfum, sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveð...

Hvað breytist varðandi réttindi á vinnumarkaði með inngöngu í ESB?

Regluverk Evrópusambandsins sem snýr að réttindum á vinnumarkaði byggist á grundvallarreglunni um frjálsa för launþega og samvinnu aðildarríkjanna í félags- og atvinnumálum. Þær reglur sem gilda um frjálsa för launafólks hafa þegar verið innleiddar í íslenska löggjöf á grundvelli EES-samningsins. Jafnframt hefur m...

Er það vegna reglugerðar frá ESB eða landbúnaðarráðuneytinu á Íslandi sem ekki má lengur versla með hefðbundið amerískt Cocoa Puffs?

Eftir því sem Evrópuvefurinn kemst næst á ákvörðunin um að flytja inn nýja tegund Cocoa Puffs á íslenskan markað rætur sínar að rekja til ákvæða um rekjanleika og merkingar erfðabreyttra matvæla í nýlegri íslenskri reglugerð. Í Bandaríkjunum þar sem Cocoa Puffs-morgunkornið, sem Íslendingar þekkja best, er framle...

Fjórfrelsið

Fjórfrelsið eða hið fjórþætta frelsi (e. the four freedoms) er hugtak sem vísar til frjáls flæðis vöru, fólks, þjónustu og fjármagns og er grundvöllur innri markaðar ESB og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Fjórfrelsið felur í sér: Frjálsa vöruflutninga, það er frjáls viðskipti með vörur á innri markaðinum. ...

Leita aftur: