Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að framkvæmdastjórn ESB - 569 svör fundust
Niðurstöður

Er einhver ástæða fyrir því að einstakir kaflar eru opnaðir á undan öðrum í samningaviðræðum ESB og Íslands? Hvers vegna á til dæmis enn eftir að opna veigamikla kafla, svo sem um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál?

Í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins er ekki samið um alla samningskaflana samtímis heldur er samið sérstaklega um hvern og einn, þótt einhverjir kaflar séu opnaðir eða þeim lokað á sama tíma. Betur hefur gengið að vinna úr þeim köflum sem heyra undir EES-samninginn og Schengen-samstarfið. Þá hefur það t...

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur? - Myndband

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíssýrings í andrúmsloftið og vinna þannig gegn hlýnun jarðar. Árið 2009 var samþykkt reglugerð á vettvangi Evrópusambandsins sem kveður á um bann við hefðbundnum ljósaperum. Sú reglugerð fellur undir tilskipun um visthönnun vöru...

Er hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks og annað?

Í stuttu máli er svarið nei. Það er ekki hægt að loka samningskafla í aðildarviðræðum við ESB án þess að umsóknarríki sé búið að uppfylla kröfur um upptöku regluverks sambandsins og annað. Til grundvallar aðildarviðræðum við Evrópusambandið liggja réttarreglur sambandsins og að meginreglu þarf sérhvert umsóknarrík...

Hefur matvælaverð alltaf lækkað þegar ríki hafa gengið í Evrópusambandið?

Áhrif Evrópusambandsaðildar á matvælaverð eru ólík eftir löndum, því að lönd eru misvel fallin til búvöruframleiðslu. Helst mætti búast við að matvælaverð lækkaði þegar norræn lönd gengju í sambandið þar eð aðstæður til búskapar eru erfiðari þar en víðast hvar sunnar í álfunni. Myndin sýnir hlut landbúnaðar í ...

Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?

Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er hugtak sem notað er um deilur vegna tolla sem lagðir voru á innflutta banana í ESB. Evrópusambandið hafði afnumið tolla á innflutta banana frá AKK-löndunum til að efla þróun í þeim löndum. Þetta voru Bandaríkin ekki ánægð með, enda stjórna bandarísk fjölþjóðafyrirt...

Efnahags- og myntbandalagið

Efnahags- og myntbandalagið (e. Economic and Monetary Union, EMU) er samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins í efnahags- og peningamálum. Formleg ákvörðun um stofnun EMU var tekin af ráði ESB í lok árs 1991 og voru ákvæði um samstarfið innleidd í sáttmála sambandsins með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Samstarfi...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu?

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?

Ólíklegt er að Ísland gæti samið um varanlega undanþágu frá því að heimila innflutning á lambakjöti þar sem það er andstætt meginreglu Evrópuréttar um frjálsa vöruflutninga. – Í nýlegum bráðabirgðaniðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að núgildandi bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti frá aðildarrík...

Er einhverjum fulltrúa í samninganefnd Íslands gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa?

Nei, engum fulltrúa í samninganefnd Íslands er gert að huga sérstaklega að réttindum minnihlutahópa. Samkvæmt erindisbréfi eiga þeir hins vegar að "gæta að hagsmunum þjóðarinnar í hvívetna". Í samninganefndinni eiga sæti formenn allra samningahópanna tíu ásamt aðalsamningamanni og sjö nefndarmönnum til viðbótar. R...

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum

Vinnuhópur ráðgjafa í utanríkismálum (fr. Groupe des conseillers pour les relations extérieures, RELEX) starfar undir ráði Evrópusambandsins og fæst við lagaleg, stofnanaleg og fjárhagsleg atriði sem tengjast framkvæmd sameiginlegu stefnu sambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Vinnuhópurinn samanstendur af 28 r...

Evrópska lögregluskrifstofan

Evrópska lögregluskrifstofan (e. European Police Office, EUROPOL) er löggæsla Evrópusambandsins. Hlutverk hennar er að aðstoða aðildarríkin við að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi. Lögregluskrifstofan vinnur einnig náið með löggæsluyfirvöldum í ríkjum sem ekki eru aðildarríki Evrópusambandsins, svo sem Kanada, Ás...

Hverjar yrðu helstu breytingar fyrir Íslendinga, ef landið segði sig úr Schengen-samstarfinu? - Myndband

Ef Ísland segði sig úr Schengen-samstarfinu þyrfti meðal annars að auka landamæraeftirlit til muna og aðgengi að evrópskri lögreglusamvinnu mundi skerðast verulega. Árlegur kostnaður við samstarfið mundi falla niður, en á móti kæmi annar kostnaður svo sem viðamiklar breytingar á innviðum Keflavíkurflugstöðvarinnar...

Evrópska stöðugleikakerfið

Evrópska stöðugleikakerfið (e. European Stability Mechanism, ESM) er varanlegur sjóður evruríkjanna. Hlutverks hans er að að stuðla að stöðugleika á evrusvæðinu og veita evruríkjum í efnahagsvanda fjárhagsaðstoð. Evruríkin 17 eru öll aðilar að sjóðnum. Hlutur evruríkjanna í ESM-sjóðnum er reiknaður út frá mannfjöl...

Af hverju er Rússland ekki í Evrópusambandinu?

Rússland er ekki aðili að Evrópusambandinu og hefur aldrei sýnt því áhuga. Óvíst er að Rússland fengi inngöngu í sambandið ef það legði inn umsókn þar sem það uppfyllir ekki Kaupmannahafnarviðmiðin, inngönguskilyrði ESB. Staða mannréttinda í Rússlandi er bágborin, þrátt fyrir að landið hafi fullgilt Mannréttindasá...

Hverjar eru nýjustu breytingarnar á stefnu Evrópusambandsins í tóbaksvarnarmálum?

Hátt hlutfall reykingamanna sem og fjöldi dauðsfalla af völdum reykinga hafa verið Evrópusambandinu hugleikin málefni. Sambandið hefur gripið til ýmissa aðgerða til að reyna að fækka reykingamönnum og voru nýjustu aðgerðirnar samþykktar 10. júlí 2013. Þær fela í sér breytingar á gildandi tilskipun um tóbaksvörur s...

Leita aftur: