Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evrópuskrifstofa um aðgerðir gegn svikum - 662 svör fundust
Niðurstöður

Hvert er hlutverk Feneyjanefndar Evrópuráðsins?

Feneyjanefnd hefur verið nokkuð í umræðunni að undanförnu eða frá því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis óskaði eftir áliti nefndarinnar á frumvarpi til stjórnskipunarlaga Íslands. Meginhlutverk nefndarinnar er einmitt þetta: að veita ríkjum lögfræðilegt álit sitt á lagafrumvörpum sem eru mikilvæg fyrir...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB?

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum ver...

Um hvað snerust bananastríð Evrópu og Bandaríkjanna?

Bananastríð Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er hugtak sem notað er um deilur vegna tolla sem lagðir voru á innflutta banana í ESB. Evrópusambandið hafði afnumið tolla á innflutta banana frá AKK-löndunum til að efla þróun í þeim löndum. Þetta voru Bandaríkin ekki ánægð með, enda stjórna bandarísk fjölþjóðafyrirt...

Hnattvæðing

(globalisation) er haft um þá þróun í samtíðinni að alheimssamfélagið tengist sífellt meira innbyrðis og allir verða sífellt háðari hver öðrum. Þessi þróun leiðir af sér minnkandi áhrif þjóðríkja og annarra slíkra eininga en hnattvæddum fyrirtækjum fjölgar og þau hafa sífellt víðtækari áhrif um allan heim. Margir ...

Um hvað snýst umræðan um áhrif ESB-aðildar á sjávarútvegsstefnu Íslands?

Umræðan um áhrif Evrópusambandsaðildar á sjávarútvegsstefnu Íslendinga snýst um sjö meginatriði: fullveldisrétt yfir ákvörðunum um veiðiheimildir, möguleg frávik Íslendinga frá sjávarútvegsstefnu ESB, fullt forræði yfir fiskimiðum Íslands, kvótahopp, ríkisstyrki, og ákvarðanatöku og stefnumótun á sviði sjávarútveg...

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika

Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sj...

Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi

Á fundi leiðtogaráðsins árið 1999 var ákveðið að skrásetja hin óskráðu mannréttindi, sem dómstóll Evrópusambandsins hafði úrskurðað að giltu í sambandinu, og gera vægi þeirra sýnilegra borgurum sambandsins. Ákveðið var að stefna saman fulltrúum leiðtoganna, þjóðþinganna og Evrópuþingsins til sérstakrar samkomu (Eu...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar A]

Í ágúst 2011 eru blikur á lofti varðandi framtíð Evrópusambandsins. Undanfarnir mánuðir hafa verið sambandinu mjög erfiðir. Tveir samstarfsþættir sem vega þungt við mat á framtíðinni eru í uppnámi: myntsamstarfið um evruna annars vegar og frjáls för um Evrópu og þá einkum Schengensamstarfið hins vegar. Sé tekið...

Er það rétt að ESB verndi hagsmuni erlendra auðhringja á kostnað neytenda innan ESB, með því að leyfa framleiðendum að einoka innflutning?

Tilskipun Evrópusambandsins um samræmingu á lögum aðildarríkja um vörumerki veitir framleiðendum leyfi upp að vissu marki til að stýra innflutningi á vöru og þjónustu til sambandsins. Vörumerkjarétti er meðal annars ætlað að tryggja eigendum vörumerkja, sem alla jafna hafa varið miklum fjármunum og tíma í þróun hi...

Seðlabanki Evrópu

Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn ...

Breytist staða fatlaðra við inngöngu í ESB?

Staða fatlaðs fólks breytist ekki sjálfkrafa við aðild að Evrópusambandinu en aðild skapar hins vegar tækifæri til framþróunar í málefnum fatlaðra. Til að aðild að ESB skili jákvæðum áhrifum þurfa stjórnvöld á öllum stigum, stjórnsýsla, fagfólk og ekki síst hagsmunasamtök fatlaðs fólks að nýta sér þau tækifæri og ...

Hversu mörg aðildarríki ESB hafa fengið neyðarlán frá sambandinu?

Undanfarin fimm ár hafa fimm aðildarríki Evrópusambandsins þurft að fá neyðarlán vegna efnahagsörðugleika. Þetta eru Grikkland, Írland, Portúgal, Spánn og Kýpur. Byrðar þessara lána hafa lagst misþungt á ESB-ríkin eftir íbúafjölda, landsframleiðslu og hvort þau eigi aðild að evrusamstarfinu. Evruríkin standa undir...

Gæti samninganefnd Íslands samið um að hingað yrði ekki flutt inn lambakjöt frá Evrópu gengi Ísland í Evrópusambandið?

Ólíklegt er að Ísland gæti samið um varanlega undanþágu frá því að heimila innflutning á lambakjöti þar sem það er andstætt meginreglu Evrópuréttar um frjálsa vöruflutninga. – Í nýlegum bráðabirgðaniðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA kemur fram að núgildandi bann Íslands við innflutningi á hráu kjöti frá aðildarrík...

Ætlar ESB að setja verndartoll á innflutning sólarrafhlaða frá Kína til að vernda þennan iðnað heima fyrir?

Já, það er rétt að Evrópusambandið hefur síðastliðið rúmt ár haft í hyggju að setja verndartolla á innfluttar sólarrafhlöður og sólskildi frá Kína til að verja evrópskan iðnað. Iðnaðarsamtökin EU ProSun lögðu inn kvörtun í júlí 2012 vegna undirboðs kínverskra framleiðenda. Kínverskar sólarrafhlöður, sem eiga um 65...

Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?

Evran var innleidd í 12 aðildarríkjum ESB á árunum 1999-2002 eftir 10-15 ára undirbúning. Hjá þeim aðildarríkjum sem hafa bæst við síðan hefur aðlögunarferlið styst tekið rúm tvö ár en sum önnur ríki uppfylla enn ekki skilyrðin, sjö árum eftir inngöngu í sambandið. Ísland fullnægir ekki þátttökuskilyrðum Myntbanda...

Leita aftur: