Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?
Spyrjandi
Árni Snær Magnússon, Bjarklind Símónardóttir, Dagur Kjartansson, Sindri Freyr Pétursson, Unnur Ósk Burknadóttir, Valþór Freyr Sigtryggsson, Þorkell Helgason
Svar
Aðildarríkjum Evrópusambandsins ber að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil sambandsins, evru, og slíkt hið sama mundi gilda um Ísland ef við gerðumst aðili að sambandinu. Aðildarríkjunum er á hinn bóginn í sjálfsvald sett hvenær þau gerast aðilar að ERM II gengissamstarfinu en tveggja ára þátttaka í því, án gengisfellingar, er eitt svonefndra Maastricht-skilyrða fyrir upptöku evru. Ísland er nokkuð langt frá því að uppfylla Maastricht-skilyrðin eins og nánar má lesa um í svari við spurningunni Uppfyllir Ísland Maastricht-skilyrðin núna? Þrjú ríki, Bretland, Danmörk og Svíþjóð, hafa kosið að taka ekki fullan þátt í evrusamstarfinu. Bretar og Danir sömdu á sínum tíma um varanlega undanþágu frá upptöku evru og er þess getið í sérstökum bókunum við sáttmála Evrópusambandsins. Svíþjóð er hins vegar formlega séð skuldbundið af ákvæðum sáttmála Evrópusambandsins um upptöku evru en hefur ekki óskað eftir þátttöku í ERM II gengissamstarfinu. Strangt til tekið brýtur Svíþjóð því Maastricht-sáttmálann en ESB hefur ekki beitt neinum refsingum né þrýst sérstaklega á Svía að taka upp evru. Nánari umfjöllun um tilvik Danmerkur og Svíþjóðar er að finna í svari við spurningunni Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
- Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?
- Mundi það þýða endalok ESB ef evrusamstarfið liðaðist í sundur - og þá sérstaklega í ljósi fjórfrelsisins?
- Euro - flickr.com.(Sótt 15.11.2012).
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur16.11.2012
Flokkun:
Efnisorð
ESB evran gengissamstarf Maastricht-skilyrðin evrusamstarfið upptaka evrunnar sameiginlegur gjaldmiðill evrusvæðið myntsamstarf Bretland Danmörk Svíþjóð undanþágur krónan
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Gæti Ísland gengið í ESB án þess að taka upp evru?“. Evrópuvefurinn 16.11.2012. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63700. (Skoðað 28.1.2025).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Hvaða evruríki uppfylla Maastricht-skilyrðin?
- Er atvinnuleysi á Spáni Evrópusambandinu að kenna og hverju breytir evran fyrir ástandið?
- Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?
- Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?
- Er viturlegt að fjárfesta í evrum?
- Hver er niðurstaða skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum?
- Hverjir eru helstu eigendur Seðlabanka Evrópu og hvert er hlutverk hans við útgáfu evru?