Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Evrópski viðbragðasjóðurinn fyrir fjármálastöðugleika - 528 svör fundust
Niðurstöður

Ég er að fara með 100 manna kór ungmenna til Þýskalands í sumar, getið þið sagt okkur hvort ESB styrki kórferðalagið?

Íslendingar eru þátttakendur í margvíslegum styrkjaáætlunum Evrópusambandsins sem eiga sameiginlegt það meginmarkmið að stuðla að samstarfi borgara frá ólíkum löndum. Til þessara áætlana er hægt að sækja um styrki fyrir verkefni sem tengjast meðal annars menntun, ungmennastarfi, menningu og listum og jafnréttismál...

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Hver eru laun æðstu embættismanna ESB?

Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...

Hvernig er samskiptum ESB og Kína hagað?

Samskipti ESB og Kína byggja á viðskipta- og samstarfssamningi frá árinu 1985. Framan af var megináhersla lögð á viðskiptasamstarf en í seinni tíð hafa mennta- og menningarmál, umhverfismál, mannréttindamál sem og utanríkis- og öryggismál orðið stærri hluti af samstarfinu. Evrópusambandið er stærsti viðskiptaaðili...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar B]

Það er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér framtíð Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi þarf að leita aftur til þeirra hugmynda sem leiddu til samstarfsins og þess jarðvegs sem það spratt upp úr. Í öðru lagi má líta á samstarf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins sem viðbragð við eða ...

Stendur til að hætta með Erasmus-styrki?

Í stuttu máli er svarið nei, það stendur ekki til að hætta með Erasmus-styrki. Aftur á móti er komin upp sú staða að fjárlög Evrópusambandsins fyrir árið 2012 duga ekki til að veita evrópskum landsskrifstofum framlög fyrir öllum útlögðum kostnaði á samstarfsverkefnum á borð við þau sem falla undir Menntaáætlun ESB...

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

Hvernig styrki geta námsmenn fengið til að læra erlendis?

Íslenskum námsmönnum sem hyggja á nám erlendis standa margvíslegir styrkir til boða. Umfangsmestu alþjóðlegu áætlanirnar, sem Ísland tekur þátt í, veita háskólanemum styrki til stúdentaskipta við erlenda háskóla. Helstu stúdentaskiptaáætlanirnar eru Erasmus, sem styrkir skiptinám í aðildarríkjum Evrópusambandsins ...

Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?

Ofangreind spurning virðist byggð á þeirri forsendu að erlendum aðilum í skilningi laga um gjaldeyrismál sé bannað að kaupa hlutabréf í íslenskum félögum eins og Tryggingamiðstöðinni hf. (TM). Sú forsenda er ekki fyllilega rétt. Erlendir aðilar mega kaupa hlutabréf í íslenskum félögum samkvæmt heimild í 13. gr. m...

Hvaða hag og óhag hefur íslenskur landbúnaður af aðild að Evrópusambandinu? [Umræðusvar A]

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bera saman landbúnaðarstefnu ESB og Íslands með það að markmiði að greina áhrif aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Umfjöllun um efnið hefur þó oft verið lituð því hvað menn telja að fengist út úr aðildarsamningum við ESB á grundvelli sérstöðu landsins svo sem norðlægra...

Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?

Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...

Mundi aðild Íslands að NAFTA ekki fela í sér framsal á fullveldi rétt eins og aðild að Evrópusambandinu?

Nei. NAFTA er ekki yfirþjóðleg samtök eins og Evrópusambandið heldur einungis hefðbundinn milliríkjasamningur um fríverslun. Aðild að NAFTA felur því ekki í sér fullveldisframsal til yfirþjóðlegra stofnana. *** NAFTA stendur fyrir North-American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. N...

Er eitthvað til í því að í Evrópusambandinu sé bannað að nota kaffi til að drepa snigla?

Í Evrópusambandinu gilda strangar reglur um svonefnd plöntuvarnarefni, sem eru meðal annars notuð til að vernda plöntur gegn skaðlegum lífverum, en þau má hvorki setja á markað né nota nema að fengnu markaðsleyfi í aðildarríkjum ESB. Það er því óheimilt að framleiða vöru sem inniheldur kaffi/kaffikorg/koffín og ma...

Hvað er Hoyvíkursamningurinn og á hvaða hátt er hann frábrugðinn öðrum fríverslunarsamningum Íslands?

Hoyvíkursamningurinn er fríverslunarsamningur á milli Íslands og Færeyja. Að EES-samningnum undanskildum er hann víðtækasti fríverslunarsamningur sem Ísland hefur gert. Hoyvíkursamningurinn er sérstakur fyrir þær sakir að vera eini fríverslunarsamningur Íslands sem afnemur alla tolla á landbúnaðarafurðum, en almen...

Hvaða merkingu hefur það að biðja um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins?

Hinn 8. október 2013 féllst Hæstiréttur Íslands á að óska eftir ráðgefandi áliti frá EFTA-dómstólnum um það hvort verðtryggð lán til neytenda, sem tíðkast hafa á Íslandi, standist Evrópurétt. Innan EES eru tvær stofnanir sem fara með æðsta úrskurðarvald, það eru Evrópudómstóllinn og EFTA-dómstóllinn fyrir þau ...

Leita aftur: