Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) er staðsett í Lúxemborg og var stofnuð árið 1953 á tímum Kola- og stálbandalagsins. Stofnunin er samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í hagskýrslumálum og heldur stofnunin utan um margþættar hagtölur aðildarríkja ESB, umsóknarríkja ESB og EFTA-ríkjanna á fjölmörgum sviðum efnaha...
Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, (e. United Nations, UN) voru stofnaðar í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna var undirritaður í San Francisco þann 26. júní árið 1945 og gekk í gildi 24. október sama ár. Markmið Sameinuðu þjóðanna eru:
að varðveita heimsfrið og öryggi,
að efla vi...
Kola- og stálbandalagið frá 1952 var hvorki stórt í sniðum né heldur var því ætlað umfangsmikið verksvið. Helstu tíðindin voru þau að fyrrverandi óvinaþjóðir hófu samstarf sem var yfirþjóðlegt; einfalt fullveldi einstakra ríkja vék á þessum vettvangi fyrir hagsmunum heildarinnar, svo sem friði, viðskiptum og hagkv...
(Rome Treaties) frá árinu 1958 lögðu grunninn að stofnun Efnahagsbandalags Evrópu og Kjarnorkubandalags Evrópu. Efnahagssamstarf aðildarríkjanna var aukið og átti ekki lengur einungis við um viðskipti með kol og stál. ...
(intergovernmental) er haft um ákvarðanir, fundi, stofnanir og þess háttar þar sem áherslan er á ríkisstjórnir aðildarríkjanna í stað eigin stofnana ESB. Sameiginlega stefnan í utanríkis- og öryggismálum (SSUÖ) fellur í þennan flokk....
(intergovernmental conference, IGC) er fundur ríkisleiðtoga í ESB þar sem teknar eru meiri háttar ákvarðanir um framtíðarstefnu sambandsins. Mikilvægi þessara funda hefur aukist mjög að undanförnu og nú er áskilið að þeir afgreiði alla nýja sáttmála....
(Nice Treaty) var samþykktur árið 2000 en tók ekki gildi fyrr en árið 2003 þegar Írar höfðu samþykkt hann. Greiddi götuna fyrir stækkunina sem var í vændum og kvað á um fulltrúafjölda í ráðherraráðinu og á Evrópuþinginu....
Nóbelsnefnd norska Stórþingsins tilkynnti þann 12. október að Evrópusambandið mundi hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar um ákvörðunina segir svo, í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar:
Sambandið og fyrirrennarar þess hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, ...
Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Íslenskir vísindamenn hafa fullan aðgang að rannsókna- og nýsköpunarsjóðum Evrópusambandsins, til jafns við aðildarríki ESB, í gegnum EES-samninginn. Sjóðirnir, sem heyra undir 7. rannsóknaráætlun Evrópusambandsins og samkeppnis- og nýsköpunaráætlunina, eru svonefndir sa...
Evrópska lögregluskrifstofan (e. European Police Office, EUROPOL) er löggæsla Evrópusambandsins. Hlutverk hennar er að aðstoða aðildarríkin við að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi. Lögregluskrifstofan vinnur einnig náið með löggæsluyfirvöldum í ríkjum sem ekki eru aðildarríki Evrópusambandsins, svo sem Kanada, Ás...
Breska samveldið (e. British Commonwealth) var stofnað árið 1931 sem samtök fullvalda ríkja um allan heim sem voru áður hluti af breska heimsveldinu. Sumir Bretar telja að Bretlandi væri nær láta til sín taka í Samveldinu en í ESB....
Dregið hefur jafnt og þétt úr þátttöku í kosningum til Evrópuþingsins síðan þær fóru fram í fyrsta sinn árið 1979 en fyrir þann tíma voru þingmenn útnefndir af þjóðþingum aðildarríkja. Þátttaka fór úr 62% árið 1979 í 43% í kosningum fyrir yfirstandandi kjörtímabil sem fóru fram árið 2009. Kjörsókn hefur frá uppha...
Svæðanefnd Evrópusambandsins (e. Committee of the Regions) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1994 í þeim tilgangi að efla aðkomu sveitarstjórna og annarra svæðisbundinna yfirvalda í aðildarríkjunum að ákvarðanatökuferli sambandsins. Svæðanefndin gegnir ráðgefandi hlutverki gagnvart Evrópuþinginu, fra...
Sameiginlegri stefnu Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum (e. Common Foreign and Security Policy, CFSP) var komið á fót með Maastricht-sáttmálanum árið 1993. Hún myndaði upprunalega aðra stoðina í stoðaskipulaginu þangað til það var afnumið með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009.
Sameiginlega st...
(superpower) var sameiginlegt heiti um Bandaríkin og Sovétríkin í kalda stríðinu. Þau báru þá ægishjálm yfir önnur ríki heims í hernaðarmætti. Flest ríki voru yfirlýstir bandamenn annars hvors risaveldisins, annaðhvort í hernaðarbandalögum eða með öðrum samningum, en þau sem ekki voru það nefndust hlutlaus....