Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?
Spyrjandi
Kristján Helgi, Fannar J.
Svar
Spurningunni um hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru og gerðist aðili að Efnahags- og myntbandalaginu er ómögulegt að svara á tæmandi hátt í stuttu svari. Ætla má að upptaka evru hefði margvísleg áhrif á efnahagslífið sem jafnframt gætu haft víxlverkandi áhrif á tiltekna þætti efnahagslífsins. Endanlegt svar um heildaráhrifin af upptöku evru er því háð töluverðri óvissu. Evrópuvefurinn hefur fjallað um upptöku evru og áhrif hennar á ýmsa þætti efnahagslífsins svo sem laun, verðbólgu, hagvöxt og húsnæðislán:- Munu laun almennings lækka í samræmi við laun í Evrópu ef evran verður tekin upp á Íslandi?
- Er hægt að meta áhrif upptöku evru á hagvöxt á Íslandi?
- Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu?
- Hvernig mundi verðbólga hafa áhrif á íslenskan efnahag ef Ísland væri aðili að ESB og notaði evru í stað krónu?
- Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?
- Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?
- Eru til traustar rannsóknir á því hvort efnahagslegur ávinningur hafi verið af evrusamstarfinu?
- Getum við tekið upp evru ef við göngum í Evrópusambandið?
- Mundu sameiginleg ríkisskuldabréf evruríkjanna hafa í för með sér að íslenska ríkið gæti tekið lán á hagstæðari vöxtum, ef Ísland væri aðili að myntbandalaginu?
- Ef við værum fullgildur aðili að ESB og með evru, hver hefði hlutur okkar orðið í þeim „björgunarpökkum“ sem ESB-löndin hafa þurft að leggja saman í?
- Hvernig er gjaldmiðli í ESB-ríki skipt út fyrir evru?
- Hvenær og hvernig var gjaldmiðlum ESB-ríkja skipt út fyrir evru?
- Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt?
- Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?
- Ættu Íslendingar að taka upp evruna?
- Hvaða áhrif hefur evran á efnahagskerfið?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur 4.1.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB evran hagvöxtur efnahagsleg áhrif upptaka evru evruupptaka verðbólga húsnæðislán laun vextir gjaldmiðill evrusamstarf efnahagslegur ávinningur efnahagslíf
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Hvað mundi gerast ef Ísland tæki upp evru, fyrir utan að gjaldmiðillinn breyttist?“. Evrópuvefurinn 4.1.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63816. (Skoðað 3.12.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum