Um hvað snýst EES-samningurinn?
Spyrjandi
Rakel Ýr Ólafsdóttir
Svar
Evrópuvefurinn hefur fjallað þónokkuð um tilgang og virkni samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða EES-samninginn svokallaða. Þeir þættir sem helst hafa verið teknir til umfjöllunar varða þróun, eðli og virkni samningsins, innleiðingu tilskipana ESB, skilyrði aðildarríkja fyrir þátttöku í samstarfi sem fylgir samningnum, reglur um kaup á aflandskrónum, vinnuréttindi, skólagjöld, reglur um innihaldslýsingar á efnum og um atvinnumöguleika borgara innan EES-svæðisins, svo eitthvað sé nefnt. Við bendum lesendum sérstaklega á svörin við þessum spurningum:- Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?
- Hvert er eðli EES-samningsins?
- Hvað er undanskilið í EES-samningnum?
- Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?
- Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?
- Hver er munurinn á ESB og EES?
- Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?
- Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?
- Samrýmast útboðsskilmálar Seðlabanka Íslands um kaup erlendra aðila á aflandskrónum ákvæðum EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns og/eða reglum EES-réttar um jafnræði?
- Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?
- Geta háskólar í Skotlandi krafið Íslendinga um hærri skólagjöld af því að Ísland er ekki í Evrópusambandinu heldur aðeins aðili að EES-samningnum?
- Samræmist það evrópskum lögum að veita bara finnskum stúdentum afslátt á lestarmiðum í Finnlandi en ekki stúdentum frá öðrum ESB-löndum?
- Standast heilsuræktarstöðvar sem einungis eru ætlaðar öðru kyninu lög og reglur Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna?
- Hvað táknar CE-merking á vörum, er það sérstakur evrópskur gæðastimpill?
- Þarf að vera nákvæm innihaldslýsing á efnum í vefnaðarvöru sem seld er á EES-svæðinu? Ef já, hversu nákvæm þarf hún að vera?
- Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?
- Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?
- Hvernig innleiðir Ísland tilskipanir og annað frá ESB?
- Stendur til að fleiri ríki fái aðild að EES-samningnum?
- Hvað mundi tapast og hvað ávinnast með því að segja upp EES-samningnum?
- Getur fríverslunarsamningur milli Íslands og ESB komið í stað EES-samningsins?
Um þessa spurningu
Dagsetning
Útgáfudagur20.12.2013
Flokkun:
Efnisorð
ESB evrópska efnahagssvæðið EES-samningurinn innleiðing tilskipanna vinnuréttindi aflandskrónur EES-svæðið skólagjöld
Tilvísun
Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson. „Um hvað snýst EES-samningurinn?“. Evrópuvefurinn 20.12.2013. http://evropuvefur.is/svar.php?id=63702. (Skoðað 21.11.2024).
Höfundur
Þorvarður Kjerulf Sigurjónssonalþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri hjá Evrópuvefnum
Prenta
Senda
Frekara lesefni á Evrópuvefnum:
- Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið?
- Hver er réttarstaða innflytjanda í ESB sem er giftur Íslendingi?
- Af hverju setur Evrópusambandið sérstakar reglur um öryggi leikfanga?
- Hvaða merkingu hefur það að biðja um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins?
- Er það ekki brot á reglu EES-samningsins um frjálsa fjármagnsflutninga að neita erlendum aðilum (líka Íslendingum búsettum erlendis) að kaupa hlutabréf í TM hjá Landsbankanum?
- Skiptir máli fyrir handhafa lyfsöluleyfis hér á landi af hvaða lyfjaheildsala á EES-svæðinu hann kaupir lyf?
- Hvernig mundi vinnumarkaðurinn á Íslandi breytast ef við göngum í ESB?
- Ef íslensk stjórnvöld mundu selja rafmagn um sæstreng til Evrópu mættu þau þá nota mismunandi gjaldskrár og rukka lægra verð af einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi en í Evrópu?
- Hvaða samningskaflar, í viðræðunum við ESB, heyra undir EES-samninginn og hvað stendur út af?